i - Hausmynd

i

Hvað varð um sjómílurnar ?

" Fjórir menn eru með Phillips í haldi á litlum, vélarvana björgunarbáti nokkur hundruð km undan strönd landsins."

 

Hvað varð um sjómíluna ? Í einni sjómílu eru 1852 metrar eða 1,852 km.

Væri hægt að segja að Grænland sé nokkur hundruð kílómetra undan ströndum Íslands eða Færeyjar? Hvað er verið að tala um hér .

Eru sjóræningjarnir komnir í lögsögu annars lands eða nær landgrunn Sómalíu hið óendanlega mörg hundruð kílómetra undan strönd landsins. ?

Þetta er óvandaður fréttaflutningur .

Og hvað eru nokkur hundruð kílómetrar margar sjómílur ? Það er vaninn og hefðin að tala um sjómílur þegar atburðurinn snýr beint að sjó.


mbl.is Gæti ,,endað með skelfingu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

gott hjá þér að vekja máls á þessu

Jón Snæbjörnsson, 11.4.2009 kl. 21:27

2 Smámynd: Stefán Pétursson

Þakka þér fyrir Jón mér finnst bara óþolandi , sem sjómanni að heyra og sjá ,talað og skrifað um atburði sem snúa beint að sjó og sjómennsku í kílómetrum

Stefán Pétursson, 11.4.2009 kl. 21:34

3 Smámynd: Historiker

Sjómílur eru tímaskekkja. Velkomin til 21. aldarinnar, þar sem metrakerfið er notað á siðmenntuðum svæðum.

Historiker, 12.4.2009 kl. 01:01

4 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þannig að fréttir frá Englandi þurfa að vera í enskum mílum og pundum, fréttir frá USA í mílum og únsum?

Hvort sem menn nota km, sjómílur, fet, landmílur eða álnir þá er vegalengdin alltaf sús sama.

Páll Geir Bjarnason, 12.4.2009 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband